Innlent

Brynjar fyrirgefur þjófunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Brynjar Karl vakti mikla athygli árið 2014, þá ellefu ára gamall, þegar hann hóf byggingu á lego-eftirlíkingu af skipinu Titanic, sem nú er staðsett á Titanic-safninu í Branson í Bandaríkjunum.
Brynjar Karl vakti mikla athygli árið 2014, þá ellefu ára gamall, þegar hann hóf byggingu á lego-eftirlíkingu af skipinu Titanic, sem nú er staðsett á Titanic-safninu í Branson í Bandaríkjunum. Vísir/Valli
Hinn fjórtán ára gamli Brynjar Karl varð fyrir því óláni á dögunum að vespu sem hann fékk í fermingargjöf var stolið. Hún fannst þó í góðu ástandi á föstudaginn og Brynjar segist fyrirgefa skólafélögum sínum sem stálu vespunni.

„Ég veit ekki hvað verður um strákana sem stálu vespunni en ég vil að þeir viti að ég fyrirgef þeim og vona að þeir fái hjálp. Ég hlakka til að mæta í skólann og halda áfram að standa mig vel,“ segir Brynjar í færslu á Facebook.

Sjá einnig: Vespa Brynjars Karls komin í leitirnar: „Þessu er hvergi nærri lokið“

Brynjar Karl vakti mikla athygli árið 2014, þá ellefu ára gamall, þegar hann hóf byggingu á lego-eftirlíkingu af skipinu Titanic, sem nú er staðsett á Titanic-safninu í Branson í Bandaríkjunum. Þá hefur hann einnig vakið athygli á málefnum einhverfra, t.d. í TedxKids-fyrirlestri á síðasta ári.

Hann sendir þakkarkveðju á lögregluna og þá sem hjálpuðu honum og við leitina. Brynjar segist ekki vita hvað verði um strákana sem stálu vespunni. Hann hlakki þó til að mæta í skólann og halda áfram að standa sig vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×