Innlent

Með sjö ára dóttur á rúntinum á ótryggðum bíl og án ökuréttinda

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglunni barst einnig tilkynning um bílveltu við Gullinbrú á þriðja tímanum í nótt.
Lögreglunni barst einnig tilkynning um bílveltu við Gullinbrú á þriðja tímanum í nótt. Vísir/Pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bíl á Sæbrautinni á sjöunda tímanum í gær. Bíllinn var án skráningarmerkis, ótryggður og ökumaðurinn var með útrunnin ökuréttindi. Þá var sjö ára dóttir mannsins farþegi í bílnum, samkvæmt dagbók lögreglu.

Enn og aftur var nokkuð um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og voru nokkrir í umferðinni sem höfðu þegar verið sviptir ökuréttindum.

Þá voru afskipti höfð af manni sem var að rækta fíkniefni á heimili sínu í Grafarholti. Ölvaður maður í miðborginni var handtekinn fyrir að brjóta rúðu og upp kom mál í Breiðholti þar sem áfengi var selt út af veitingastað. Þar að auki komu upp tvö heimilisofbeldismál.

Lögreglunni barst einnig tilkynning um bílveltu við Gullinbrú á þriðja tímanum í nótt. Þrír voru í bílnum og voru allir komnir úr bílnum þegar lögregla kom á vettvang. Eftir smá skoðun var þeim sem í bílnum voru ekið á slysadeild af móður eins farþegans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×