Erlent

Tólf ára ökumaður gripinn eftir langferð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Drengurinn var á leiðinni til borgarinnar Perth, höfuðborgar Vestur-Ástralíufylkis.
Drengurinn var á leiðinni til borgarinnar Perth, höfuðborgar Vestur-Ástralíufylkis. Vísir/Getty
Tólf ára ökumaður var stöðvaður af ástralskri umferðarlögreglu að morgni laugardags en hann var á leið til borgarinnar Perth í Ástralíu. Drengurinn var einn á ferð og virtist hafa keyrt um 1300 kílómetra, þvert yfir Nýju-Suður-Wales. The Guardian greinir frá.

Lögregla í Broken Hill, borg í Nýju-Suður-Wales, kom auga á bílinn um klukkan ellefu fyrir hádegi að áströlskum tíma en drengnum hafði láðst að lappa upp á stuðara bílsins, sem dróst eftir veginum.

Hinn ungi ökuþór var handtekinn og farið var með hann á nærliggjandi lögreglustöð. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×