Erlent

Berbrjósta og grímuklæddar konur handteknar við kjörstað Le Pen

Samúel Karl Ólason skrifar
Um sex konur voru handteknar.
Um sex konur voru handteknar. Vísir/AFP
Lögreglan í París handtók í morgun nokkra meðlimi baráttusamtakanna Femen þar sem þær mótmæltu Marine Le Pen fyrir utan kjörstað skömmu áður en frambjóðandinn mætti til að kjósa. Konurnar voru berbrjósta og grímuklæddar þegar þær voru handteknar.

Meðal annars voru þær með grímur í líki Le Pen sjálfrar, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Trump hefur lýst yfir stuðningi við Le Pen í forsetakosningunum í Frakklandi og hún fór á fund Putin í síðasta mánuði.

Konurnar stigu út úr eðalvagni við kjörstaðinn með mótmælaskilti gegn Le Pen, en voru fljótt handteknar. Le Pen kaus svo skömmu seinna án vandræða. Femen hélt einnig mótmæli á kjörfundi Le Pen á mánudaginn, samkvæmt Lexpress.

Fjölmargir ljósmyndarar og tökumenn voru á staðnum að bíða eftir Le Pen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×