Fótbolti

Hannes hélt hreinu í stórsigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lærisveinar Ólafs unnu stórsigur
Lærisveinar Ólafs unnu stórsigur vísir/getty
Hannes Þór Halldórsson og félagar í Randers undir stjórn Ólafs Kristjánsson gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-0 stórsigur á heimavelli gegn OB Odense í dag.

Náði Randers því að svara fyrir 0-1 tap í leik liðanna á dögunum en með sigrinum er Randers komið með fimm stiga forskot í A-riðli neðri hluta Superliga-deildarinnar.

Lærisveinar Ólafs fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Jeppe Tverskov, miðvörður OB, setti boltann í eigið net á áttundu mínútu.

Mörk frá Kasper Fisker og Alexander Fischer í fyrri hálfleik þýddu að Randers var með þriggja marka forskot þegar leikmenn gengu inn til búningsklefanna í hálfleik.

Marvin Pourie innsiglaði sigurinn með fjórða marki Randers á 51. mínútu en hvorugu liði tókst að bæta við eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×