Fótbolti

Alesund náði stigi í Þrándheimi

Kristinn Páll TEitsson skrifar
Matthías í leik með Rosenborg á sínum tíma.
Matthías í leik með Rosenborg á sínum tíma. Vísir/getty
Alesund með Daníel Leo Grétarsson og Adam Örn Arnarsson innanborðs krækti í eitt stig í markalausu jafntefli gegn norsku meisturunum í Rosenborg í norska boltanum í dag en varð um leið fyrsta liðið sem tekur stig af norsku meisturunum í deildinni.

Daníel Leó og Adam Örn voru báðir í byrjunarliði Alesund og vörðust af krafti en Adam fékk gult spjald stuttu fyrir leikslok.

Matthías Vilhjálmsson byrjaði leikinn í dag á bekknum og kom inn þegar tæplega tuttugu mínútur voru til leiksloka en náði ekki að brjóta ísinn fyrir norsku meistarana.

Þetta var þriðji leikur Álasund í röð án ósigurs en eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins er Alesund búið að lyfta sér upp í 11. sæti deildarinnar með fimm stig eftir fimm umferðir en Rosenborg er áfram í efsta sæti.

Aron Sigurðarson lék allan leikinn er Tromsö steinlá á heimavelli 0-3 gegn Stabæk en þetta var annað tap Tromsö í röð eftir að hafa fengið sjö stig úr fyrstu þremur leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×