Erlent

Segir hjálparsamtök hagnast á mansali á Miðjarðarhafi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þúsundir flóttafólks reyna að komast yfir til Ítalíu, frá Afríku, í hverri viku.
Þúsundir flóttafólks reyna að komast yfir til Ítalíu, frá Afríku, í hverri viku. Vísir/Getty
Ítalskur saksóknari segir að hann hafi sönnunargögn undir höndum, sem bendi til þess að ýmis hjálparsamtök sem starfi við björgun flóttafólks á Miðjarðarhafinu, hafi aðstoðað líbíska mansalsglæpahringi við að ná höndum yfir flóttamenn og selja í mansal, gegn þóknun.

Carmelo Zuccaro, umræddur saksóknari, lét hafa þetta eftir sér í viðtali við ítalska götublaðið La Stampa, þar sem hann segir að sýnt hafi verið fram á að símtöl hafi borist til Libýu frá bátum mannréttindasamtakanna á Kyrrahafi.

Starfsmenn á vegum mannréttindasamtakann hafi þannig nýtt sér ljósabúnað á bátum sínum til þess að leiðbeina aðilum tengdum glæpahringjunum að flóttafólkinu og hreppa það þannig í ánauð.

Talsmenn á vegum samtakanna, sem sérhæfa sig í björgunarstörfum á Miðjarðarhafinu, hafa þvertekið fyrir að nokkuð slíkt eigi sér stað.

Zuccarro hefur þó ekki tekið fram hvort að opinber rannsókn muni fara fram á umræddum atvikum en málefni slíkra hjálparsamtaka hafa verið í brennidepli að undanförnu á Ítalíu, þar sem þúsundir flóttamanna reyna að komast til landsins í hverri viku.

Hjálparasamtök hafa í auknum mæli komið að aðstoð og björgun slíks flóttafólks og hefur umræðan á Ítalíu snúið að því, hvort að svo mikil afskipti samtaka að björgunarstörfum sé eðlileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×