Erlent

Jeremy Corbyn ósammála ummælum Tony Blair um Brexit

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Nordicphotos/AFP
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, lætur sér fátt um finnast um ummæli fyrrverandi leiðtoga flokksins Tony Blair. Blair hvatti kjósendur til þess að kjósa ekki þingmenn, sem að ætla sér að styðja Brexit, sama hvað. Guardian greinir frá.

Að sögn forsætisráðherrans fyrrverandi gætu kjósendur með þeim hætti, komið í veg fyrir að breska þingið muni fyllast af þingmönnum, sem allir séu fylgjandi útgöngu landsins úr Evrópusambandinu, sama hvað það kostar.

Þannig gætu kjósendur tryggt það að þingmenn yrðu sveigjanlegir og til í að meta stöðuna, og þannig frekar ná því sem hefur verið kallað „mjúkt Brexit,“ þar sem aðskilnaður Bretlands við evrópska efnahagssvæðið yrði ekki algjör.

Sjá einnig: Tony Blair segir afstöðu til Brexit mikilvægari en flokkadrættir

Í tilkynningu frá talsmanni Corbyn vegna ummæla Blair, segir:

Þann 9. júní næstkomandi munum við fá ríkisstjórn Verkamannaflokksins, eða ríkisstjórn Íhaldsflokksins. Ef þið viljið að Brexit verði nýtt til að breyta Bretlandi í lág-skattaparadís, kjósið íhaldið. Ef þið viljið Bretland fyrir alla, en ekki suma, kjósið Verkamannaflokkinn. Valið er skýrt.

Blair hefur sagt að sér finnist Brexit vera mál, sem sé hafið yfir flokkadrætti, en ljóst er að því er Corbyn ósammála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×