Innlent

Gegn auknum strandveiðum

Sveinn Arnarsson skrifar
Valmundur Valmundsson.
Valmundur Valmundsson. Vísir/Anton Brink
Sjómannasamband Íslands leggst gegn lengra strandveiðitímabili og auknum heimildum strandveiðibáta.

Þetta kemur fram í umsögn við frumvarp Gunnars Guðmundssonar, Pírata, um auknar strandveiðar til heilla fyrir smærri byggðir.

„Með því að auka aflahlutdeild þessara einyrkja er verið að taka hlutdeild af okkar mönnum sem stunda sjómennsku sem aðalatvinnu,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður sjómannasambandsins. „Því höfum við alltaf lagst alfarið gegn breytingum sem þessum.“

Markmið lagafrumvarpsins er að bæta aðstæður til strandveiða og fjölga strandveiðimánuðum úr fjórum mánuðum í átta og auka einnig aflaheimildir.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×