Innlent

Hesturinn Klakkur fer á kostum og minnir einna helst á sirkushest

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hesturinn Klakkur er magnaður hestur því hann hefur lært ýmsar óvenjulegar æfingar hjá eiganda sínum sem minnir einna helst á sirkushest.

Á bænum Skeiðvöllum í Holtum í Rangárþingi er rekið myndarlegt hrossaræktarbú þar sem boðið er upp á hestaferðir og þjálfun hrossa. 

Mestu athygli þessa dagana vekja þau Lisbeth Sæmundson frá Svíþjóð og hestur hennar Klakkur, 14 vetra sem nota reiðhöllina á búinu til að þeysast um á tölti og æfa sig saman. 

Lisbeth hefur búið á Íslandi til fjölda ára en maður hennar er Sigurður Sæmundsson, fyrrverandi landsliðseinvaldur sem flestir hestamenn kannast örugglega við. 

Lisbeth hefur þjálfað Klakk til að gera ýmsar sirkusæfingar, Spænskasporið er mjög vinsælt hjá þeim.

Lisbeth segist ætla að kenna Klakki ýmsar aðrar sirkusæfingar enda sé hann mjög fús til að læra nýja hluti. Hún hefur unnið marga sigra á honum í keppnum.

Katrín Ólína á Skeiðvöllum er stolt af mömmu sinni og Klakki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×