Innlent

Einkaspæjari enn ókominn

Sveinn Arnarsson skrifar
Leitað var meðal annars meðfram ströndinni í Garðabæ og Kópavogi.
Leitað var meðal annars meðfram ströndinni í Garðabæ og Kópavogi. Vísir/Eyþór
Engar nýjar upplýsingar hafa borist lögreglu um hvarf Arturs Jarmoszko, 26 ára Pólverja, sem hvarf sporlaust í byrjun mars. Lögregla og björgunarsveitir leituðu Arturs án árangurs. Formlegri leit lauk 20.

Fjölskylda Arturs er ósátt við störf lögreglu í málinu og hefur ráðið einkaspæjara til að rannsaka hvarf hans. Þau telja miklar líkur á því að honum hafi verið unnið mein.

Einkaspæjarinn er ókominn til landsins en fjölskylda Arturs telur líklegt að hann komi á næstu vikum og hefji störf.


Tengdar fréttir

Einkaaðili í Póllandi rannsakar hvarfið á Arturi

Fjölsklda Arturs Jarmoszko, sem saknað hefur verið í fjörutíu daga, hefur ráðið einkaaðila í Póllandi til að rannsaka hvarfið á honum. Þá hafa pólskir miðlar sýnt málinu áhuga og segir pólskur blaðamaður sem staddur er hér á landi að mörgum spurningum sé ósvarað í tengslum við málið.

Artur fór í bíó kvöldið sem hann hvarf

Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára pólskum karlmanni sem ekkert hefur spurst til í tvær vikur, hefur enn engan árangur borið en um tuttugu björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. Lögregla hefur fengið þónokkrar ábendingar frá almenningi undanfarinn sólarhring og fjölskylda Arturs hefur látið pólsk lögregluyfirvöld vita af hvarfi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×