Enski boltinn

Sjáðu 1,2 milljarða króna mark Martial og ruglað mark Coutinho | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Anthony Martial fær knús frá Fellaini.
Anthony Martial fær knús frá Fellaini. vísir/getty
Manchester United er heldur betur á lífi í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni en lífið án Zlatans Ibrahimovic hófst í gær á 2-0 sigri á Burnley á útivelli. Á sama tíma tapaði Liverpool á heimavelli fyrir Crystal Palace.

Anthony Martial skoraði fyrra mark United eftir frábæra skyndisókn sem hann hóf sjálfur og batt svo endahnútinn á eftir flotta stoðsendingu Anders Herrera. Wayne Rooney, sem ekki var búinn að skora síðan í janúar, tvöfaldaði forskotið áður en fyrri hálfleikurinn leið undir lok og 2-0 urðu lokatölur leiksins.

Markið sem Martial skoraði var rándýrt í orðsins fyllstu merkingu. Klásúla í kaupsamningi á milli Manchester United og Monaco virkjaðist í gær þar sem þetta var 25. mark kappans fyrir enska félagið. United þurfti því að millifæra 8,5 milljónir punda eða 1,2 milljarð íslenskra króna inn á reikning Frakkanna.

Liverpool náði ekki að vinna Crystal Palace þannig spennan í baráttunni um Meistaradeildarsætin heldur áfram. Christian Benteke mætti á sinn gamla heimavöll og tryggði lærisveinum Stóra Sam sigur eftir að Palace lenti 1-0 undir.

Philippe Coutinho skoraði eitt af mörkum ársins beint úr aukaspyrnu en mörkin öll frá því í gær og helgaruppgjörið má sjá hér að neðan.

Liverpool - Crystal Palace 1-2
Helgaruppgjörið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×