Enski boltinn

Tékkneskur fótboltamaður svipti sig lífi í Tyrklandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Frantisek Rajtoral.
Frantisek Rajtoral. vísir/getty
Tékkneski fótboltamaðurinn Frantisek Rajtoral er látinn 31 árs að aldri en hann svipti sig lífi með því að hengja sig í íbúð sinni í gær. BBC greinir frá.

Rajtoral spilaði fjórtán leiki fyrir tékkneska landsliðið og var hluti af liðinu sem komst í átta liða úrslit EM 2012 í Úkraínu og Póllandi.

Hann spilaði lengst af með Viktoria Plzen þar sem hann varð tvisvar sinnum Tékklandmeistari en síðastliðið sumar gekk hann í raðir tyrkneska liðsins Gaziantepspor.

Liðsfélagar Rajtoral eru í tyrkneskum fjölmiðlum sagðir hafa verið áhyggjufullir þegar hann mætti ekki á æfingu í gær. Lögreglan í borginni var látin vita en hún fann varnarmanninn hangandi heima hjá sér.

„Því miður get ég staðfest þær fréttir að Rajtoral tók eigið líf,“ sagði Ibrahim Kizil, forseti félagsins, í viðtali við fréttamiðilinn Sporx.

„Hann var búinn að vera glaður og virtist ekki glíma við nein vandamál. Ég get ekki ímyndað mér hvers vegna hann gerði þetta.“

Viktoria Plzen gaf út yfirlýsingu vegna málsins í gær en í henni stendur: „Hvíldu í friði, Rajt. Við söknum þín öll svo mikið og við munum aldrei gleyma þér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×