Enski boltinn

Klopp: Við erum ekki búnir að klúðra þessu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp trúir.
Jürgen Klopp trúir. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir liðið ekki vera búið að henda frá sér tækifærinu að komast í Meistaradeildina þrátt fyrir 2-1 tap á móti Crystal Palace á heimavelli í gær.

Mjótt er á mununum í baráttunni um Meistaradeildarsæti og mega liðin illa við því að misstíga sig. Liverpool gerði það í gær en fyrr um daginn vann Manchester United sigur á Burnley, 2-0.

Lærisveinar Klopps eru enn þá í þriðja sæti með 66 stig, tveimur stigum meira en Manchester City og þremur stigum meira en Manchester United. Sá galli er á gjöf Njarðar að Manchester-liðin eiga bæði tvo leiki til góða á Liverpool.

„Ég veit það að er fullt af fólki sem heldur að við séum búnir að klúðra þessu Meistaradeildarsæti en það gerist bara ef við látum það renna okkur úr greipum,“ sagði Klopp eftir leikinn í gær.

„Við verðum að gefa allt í þetta á lokasprettinum og það munum við gera. Okkar verkefni er að gera allt sem við getum til að komast í Meistaradeildina og það munum við gera. Þetta kemur samt okkur ekkert á óvart,“ sagði Jürgen Klopp.

Liverpool getur huggað sig við það að Manchester-liðin mætast á fimmtudaginn en það er annar leikjanna sem þau eiga eftir. Augljóslega geta ekki bæðin liðin nælt í þrjú stig þar.


Tengdar fréttir

Benteke hetja Palace á gamla heimavellinum

Christian Benteke var hetja Crystal Palace í 2-1 sigri á Liverpool í dag en Benteke sem var seldur frá Liverpool til Palace fyrr á tímabilinu skoraði bæði mörk leiksins fyrir framan gömlu stuðningsmennina.

Big Ben gerði gömlu félögum grikk

Christian Benteke skoraði bæði mörk Crystal Palace þegar liðið vann 1-2 útisigur á Liverpool, hans gamla liði, í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×