Enski boltinn

Manchester United virðist leiða kapphlaupið um Griezmann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Antoine Griezmann gæti verið á útleið.
Antoine Griezmann gæti verið á útleið. vísir/getty
Manchester United virðist leiða kapphlaupið um franska landsliðsmanninn Antonine Griezmann sem var bæði besti og markahæsti leikmaður EM 2016 á síðasta ári.

Þessi magnaði framherji sem spilar með Atlético Madríd á Spáni er líklega eftirsóttasti leikmaður heims í dag en fimm risafélög eru á höttunum eftir honum.

Eric Olhats starfar sem ráðgjafi Griezmanns en hann er njósnarinn sem hjálpaði til við að uppgötva Frakkann þegar hann var ungur leikmaður. Hann segir Chelsea, Manchester United, Manchester United, Barcelona og Real Madrid vilja fá Griezmann til liðs við sig.

Frakkinn er með riftunarverð sem hljóðar upp á litlar 100 miljónir evra þannig ekki mörg félög koma til greina þegar kemur að því að kaupa framherjann.

„Við erum komnir á það stig að safna upplýsingum frá félögunum sem vilja fá Griezmann. Það er þessi 100 milljóna evra klásúla þannig það fækkar liðunum sem koma til greina. Þetta eru United, City, Chelsea, Barcelona og Real Madrid,“ segir Olhats í viðtali við Telefoot í Frakklandi og bætir við: „United kom fyrst að hitta okkur og virðist vera með heilsteyptustu hugmyndina.“

Sjálfur hefur Griezmann lýst yfir áhuga sínum að vera áfram hjá Atlético en spænski sparksérfræðingurinn og rithöfundurinn Guillem Balague telur einmitt að sú verði niðurstaðan.

Antonine Griezmann er búinn að skora 16 mörk fyrir Atlético í La Liga á tímabilinu og þá gæti hann komist í þriðja úrslitaleik Meistaradeildarinnar á fjórum árum fari liðið í gegnum Real Madrid í undanúrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×