Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Ekki allir sáttir við úrslit fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna

Hrund Þórsdóttir skrifar
Ekki voru allir á eitt sáttir með úrslit næturinnar, en eftir að ljóst var að miðjumaðurinn Macron og hin hægrisinnaða Le Penn kæmust áfram í aðra umferð forsetakosninganna í Frakklandi brutust út mótmæli vinstrimanna víða um götur Parísar.

Stuðningsmenn Emmanuels Macron fögnuðu honum hins vegar ákaft eftir að úrslitin urðu ljósí gærkvöldi. Þórhildur Þorkelsdóttir fréttamaður og Sigurjón Ólason tökumaður  komu við í kosningapartýi Macron á vegum En Marche! í París í gærkvöldi og spjölluðu við eldheita stuðningsmenn hans, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Nánar verður fjallað um úrslit frönsku forsetakosninganna í fréttum Stöðvar 2 kl 18.30 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×