Innlent

Þegar minnið hopar - viðtal við Ellý Katrínu

Edda Andrésdóttir ræðir við Ellý Katrínu Guðmundsdóttir, strax að loknum íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld.
Edda Andrésdóttir ræðir við Ellý Katrínu Guðmundsdóttir, strax að loknum íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld. VÍSIR/ERNIR
Það vakti mikla athygli þegar Ellý Katrín Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarritari, hélt erindið „Þegar minnið hopar“ á fræðslufundi hjá Íslenskri erfðagreiningu á dögunum.

Þar greindi Ellý frá því að hún hefði greinst með forstigseinkenni Alzheimerssjúkdómsins síðastliðið haust, aðeins 51 árs.

Ellý varð að láta af starfi sínu vegna veikindanna en fór þess í stað í hlutastarf á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar en Ellý starfaði m.a. að umhverfismálum hjá Alþjóðabankanum í Washington í nokkur ár.

Ellý verður gestur Eddu Andrésdóttur í 19:10 á Stöð 2 í kvöld. Þar mun hún m.a. tala um þá ákvörðun sína að fjalla opinskátt um sjúkdóminn í stað þess að halda honum leyndum, um líf sitt í dag og markmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×