Innlent

Lögðu hald á tæplega tvo lítra af fljótandi kókaíni í Leifsstöð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Samtals var um að ræða 1.950 millilítra en efnin fundust við hefðbundið eftirlit í farangri tæplega þrítugs karlmanns sem var að koma frá Amsterdam.
Samtals var um að ræða 1.950 millilítra en efnin fundust við hefðbundið eftirlit í farangri tæplega þrítugs karlmanns sem var að koma frá Amsterdam. vísir/anton brink
Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu nýverið smygl á tæpum tveimur lítrum af fljótandi kókaíni til landsins. Er þetta í fyrsta sinn sem lagt er hald á fljótandi kókaín hér á landi en að því er segir í tilkynningu frá tollinum er mjög erfitt að greina þessa gerð af fíkniefninu.

Vökvanum hafði verið komið fyrir í  í fjórum brúsum sem voru merktir sem munnskol, sápur og sjampó. Samtals var um að ræða 1.950 millilítra en efnin fundust við hefðbundið eftirlit í farangri tæplega þrítugs karlmanns sem var að koma frá Amsterdam.

Málið var kært til lögreglunnar á Suðurnesjum sem hefur farið með rannsókn þess og er hún nú á lokastigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×