Erlent

Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands,.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands,. Vísir/AFP
Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. AP greinir frá.

Talið er að yfir hundrað manns hafi verið í haldi í Téténíu á grundvelli kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum. Mannréttindastofnum Sameinuðu þjóðanna hefur tekið ásakanirnar alvarlega sem og mannréttindasamtök víðsvegar um heim sem hafa krafið Rússa um aðgerðir.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hitti leiðtoga Téteníu, Ramzan Kadyrov, í síðustu viku þar sem sá síðarnefndi hafnaði því alfarið að verið væri að ofsækja samkynhneigða.

Lavrov var spurður um málið á blaðamannafundi eftir fund hans með Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB, sem hafði fyrr um daginn hitt meðlimi samtaka sem höfðu áhyggjur af ofsóknunum.

Sagði hann að Rússar treystu því að upplýsingar Kadyrov væru réttar og að fram þyrftu að koma haldbær sönnunargögn áður en að málið yrði rannsakað.

Ekkert fórnarlamb hefur enn sem komið er stigið fram opinberlega til þess að varpa ljósi á ofsóknirnar. Mannréttindasamtök segja hins vegar að ólíklegt sé að það muni gerast, enginn muni þora að stíga fram vegna mikilla fordóma gagnvart samkynhneigðum í Téteníu.


Tengdar fréttir

Ofbeldisverkin í Téténíu: Klerkar hóta „maklegum málagjöldum“

"Upphafsmennirnir munu hljóta makleg málagjöld, hvar og hverjir sem þeir eru,“ sagði í ályktun múslimskra klerka sem funduðu í byrjun apríl. Ritstjóri blaðsins Novaya Gazeta, sem flutti fréttir af pyntingum á samkynhneigðum í Téténíu, segir ályktunina aðför að blaðamannastéttinni í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×