Erlent

Le Pen stígur til hliðar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Marine Le Pen
Marine Le Pen Vísir/Getty
Franski forsetaframbjóðandinn Marine Le Pen hefur ákveðið að segja af sér formennsku í Franska þjóðarflokknum. Hún segist vilja stíga ofar flokkadráttum í seinni umferð kosninganna.

Le Pen hlaut 21,5 prósent atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna í gær og mun því mæta Emmanuel Macron í seinni umferð kosninganna þann 7. maí næstkomandi, en Macron hlaut 23,8 prósent atkvæða í gær.

„Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem formaður í Franska þjóðarflokknum,“ sagði Le Pen við fjölmiðla.

„Ég mun rísa ofar flokkadráttum.“

Ekki er vitað hvort Le Pen muni snúa til baka sem formaður að kosningunum loknum, en hún hefur verið formaður flokksins síðan í janúar 2011 þegar hún tók við af föður sínum, Jean-Marie Le Pen.

Le Pen hlaut 7,6 milljónir atkvæða í gær og er það besti árangur frambjóðanda Franska þjóðarflokksins frá upphafi. Spár gera þó ráð fyrir að Macron muni einnig sigra í seinni umferðinni en frambjóðendurnir munu nú reyna að vinna stuðning þeirra sem kusu aðra frambjóðendur en þau tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×