Enski boltinn

Newcastle komið upp í ensku úrvalsdeildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ayoze Pérez skoraði tvívegis.
Ayoze Pérez skoraði tvívegis. vísir/getty
Newcastle United er komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir eins árs fjarveru. Þetta var ljóst eftir 4-1 sigur á Preston á heimavelli í kvöld.

Rafa Benítez, sem tók við Newcastle undir lok síðasta tímabils, er því kominn með liðið aftur í deild þeirra bestu.

Ayoze Pérez skoraði tvívegis fyrir Newcastle í kvöld og þeir Christian Atsu og Matt Ritchie sitt markið hvor.

Newcastle er með 88 stig í 2. sæti B-deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Brighton þegar tveimur umferðunum er ólokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×