Innlent

Geta ekki verið án íþróttahúss

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Halldór Páll Halldórsson, skólameistari á Laugarvatni
Halldór Páll Halldórsson, skólameistari á Laugarvatni
Ef Menntaskólinn að Laugarvatni fær ekki að nýta íþróttahús Háskóla Íslands og sundlaugina að Laugarvatni verður grafið mjög undan framtíð skólans og samfélagsins, segir í bókun sem skólanefnd ML samþykkti fyrir helgi.

„Menntaskólinn að Laugarvatni hefur hingað til leigt íþróttaaðstöðu, vegna kennslu og íþróttaiðkunar nemenda, af Háskóla Íslands en einnig hafa ýmsir viðburðir á vegum menntaskólans farið fram í íþróttahúsinu tengt félags- og íþróttalífi. Svo og hefur útskrift og skólaslit ML vor hvert farið fram í íþróttahúsinu í áratugi,“ segir í bókun skólanefndarinnar.

Í bókuninni segir að ML geti ekki án íþróttahússins verið. Því hvetur nefndin mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra að finna viðhlítandi lausn á málinu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×