Erlent

Gefa föngum merkta boli

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Við dómsal í Danmörku.
Við dómsal í Danmörku. Vísir/AFP
Fangar í dönskum fangelsum fá gefins hettupeysur, boli og húfur með nöfnum og símanúmerum nokkurra af stærstu lögmannsstofunum sem sérhæfa sig í refsirétti. Samkvæmt frétt á vef danska ríkisútvarpsins keppa lögmennirnir um að fá að þjónusta fangana.

Einn lögmannanna segir þetta ekkert öðruvísi en þegar skjólstæðingum í viðskiptalífinu sé gefið vín.

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Søren Pape Poulsen, gefur lítið fyrir þessi rök og telur þetta stríða gegn siðareglum lögmanna. Verði þetta ekki stöðvað grípi hann til sinna ráða.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×