Erlent

Afturkalla lög sem að vernda nauðgara

Sæunn Gísladóttir skrifar
Færð voru rök fyrir því að með giftingu væri orðspori og heiðri fórnarlambanna haldið uppi.
Færð voru rök fyrir því að með giftingu væri orðspori og heiðri fórnarlambanna haldið uppi. Vísir/EPA
Útlit er fyrir að lög verði afturkölluð í Jórdaníu sem koma í veg fyrir að nauðgarar verði dæmdir fyrir að nauðga ef þeir giftast fórnarlömbum sínum. Baráttuhópar fyrir kvenréttindum, sem og aðrir aðgerðasinnar hafa barist gegn lögunum í mörg ár.

BBC greinir frá því að lögin hefðu þýtt að ef nauðgarar giftust fórnarlömbum sínum og héldust í hjónabandinu í hið minnsta þrjú ár myndi þeim ekki verða refsað fyrir glæpinn. Færð voru rök fyrir því að með giftingu væri orðspori og heiðri fórnarlambanna haldið uppi.

Á síðasta ári var lögunum breytt þannig að einungis mætti nota lögin ef fórnarlambið væri 15 til 18 ára. Þingmenn kjósa nú um tillöguna og því er ekki öruggt að hún nái í gegn.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×