Erlent

Snjókomu spáð í Bretlandi

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Vonandi eru Bretar ekki búnir að pakka vetraryfirhöfnunum niður.
Vonandi eru Bretar ekki búnir að pakka vetraryfirhöfnunum niður. visir/getty
Búist er við snjóstormi í nótt og í fyrramálið í Skotlandi og norðanverðu Englandi. Á hálendum svæðum er búist við að snjóinn festi og gæti hann mælst allt að fimm sentímetrar. Eitthvað var um snjókomu í nótt og nú þegar eru hlutar af norðanverðu Skotlandi snævi þaktir.

Veðurstofa Bretlands hefur gefið út viðvörun vegna veðursins en snjókoman gæti haft áhrif á færð á vegum.

Kalt verður í veðri á öllu Bretlandi fram að helgi og ekki ólíklegt að það muni snjóa í fleiri stöðum en á norðanverðu landinu.

Graham Madge, veðurfræðingur, sagði í samtali við Telegraph að orsökin fyrir kuldakastinu væri kalt heimskautaloft sem streymdi að norðan.

Marsmánuður var afar mildur í Bretlandi og því kemur kuldakastið eflaust flatt upp á landsmenn.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun hiti vera undir frostmarki á öllu Íslandi í nótt. Víðast hvar tekur þó að hlýna þegar líður á vikuna en spáð er björtu veðri austanlands og norðaustanlands næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×