Innlent

Laust rör olli eldinum í United Silicon

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldur kom upp í verksmiðjunni í síðustu viku og hefur engin framleiðsla átt sér stað síðan.
Eldur kom upp í verksmiðjunni í síðustu viku og hefur engin framleiðsla átt sér stað síðan. Vísir/Eyþór
Vinnueftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að laust rör olli bruna í kísilverksmiðju United Silicon síðasta þriðjudag. Rörið var tengt við rafskaut og rakst utan í stálburðarvirki byggingarinnar. Samkvæmt frétt RÚV dreifðust stálflísar um timburgólf verksmiðjunnar og kviknaði eldurinn út frá því.

Í samtali við RÚV segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, að ekki sé vitað hvers vegna rörið losnaði. Rannsókn stendur enn yfir.

Fyrr í dag var sagt frá því að fyrirtækið gerir ekki athugasemdir við ákvörðun Umhverfisstofnunar um að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar í Helguvík án samráðs við stofnunina. Engin framleiðsla hefur verið hjá fyrirtækinu frá því að eldurinn kom upp á þriðjudaginn í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×