Körfubolti

Martin stigahæstur í tapi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin skoraði 22 stig og gaf fimm stoðsendingar.
Martin skoraði 22 stig og gaf fimm stoðsendingar. vísir/bára dröfn
Bæði Íslendingaliðin í frönsku B-deildinni í körfubolta töpuðu sínum leikjum í kvöld.

Martin Hermannsson var stigahæstur í liði Charleville-Mezieres sem tapaði 85-76 fyrir Boulazac á útivelli. Martin og félagar eru í 4. sæti deildarinnar.

Martin skoraði 22 stig og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Hann var næststigahæstur á vellinum.

Martin hitti úr sex af 10 skotum sínum inni í teig og einu af þremur þriggja stiga skotum sínum. Þá setti hann niður sjö víti í átta tilraunum.

Eftir þrjá sigurleiki í röð tapaði Rouen fyrir Nantes á útivelli, 78-66.

Haukur Helgi Pálsson skoraði 11 stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í liði Rouen sem er í 11. sæti deildarinnar og á enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×