Innlent

Fædd á Íslandi en koma í grunnskóla með litla þekkingu á íslensku

Sæunn Gísladóttir skrifar
Dæmi eru um börn sem fædd eru á Íslandi en tali nær enga íslensku þegar þau hefja grunnskóla.
Dæmi eru um börn sem fædd eru á Íslandi en tali nær enga íslensku þegar þau hefja grunnskóla. Vísir/GVA
Dæmi eru um að börn af erlendum uppruna sem fædd eru á Íslandi séu að koma inn í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu með litla sem enga þekkingu á íslensku máli samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, segir þetta komi ekki endilega á óvart eftir því sem innflytjendum fjölgar. „Margt af þessu fólki sem kemur til landsins vill kannski læra íslensku en hefur ekki tækifæri til þess ef það er í fullri vinnu. Það má búast við að verði til hópar fólks sem læri ekki íslensku almennilega því hér er hægt að komast af með enskuna.“

Eiríkur segir að krakkar af erlendum uppruna sem eru yngri en tíu til tólf ára geti náð fullkomnu valdi á íslensku máli, en þeir sem byrji seinna að læra nái venjulega ekki móðurmálsfærni í því. „Þess vegna hafa menn talið að ef börn kæmu innan við sex til sjö ára til Íslands gætu þau náð valdi á málinu eins og innfæddir, en það er náttúrulega háð því að þau hafi nógu mikla íslensku í umhverfinu. Ef þau hafa það ekki eru þau ekki betur stödd en hin.“



Eiríkur Rögnvaldsson, prófesssor í íslenskri málfræði. Vísir/Valli
Almennar áhyggjur af íslenskukunnáttu barna hafa vart farið fram hjá neinum undanfarið og segir Eiríkur það sama eiga við um börn íslenskra foreldra og þeirra sem eru af erlendum uppruna að það geti gerst að þau fái ekki næga íslensku í umhverfi sínu til að byggja sér upp sterkt málkerfi. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli

Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×