Innlent

Umsóknum um vernd fjölgar umtalsvert

Sæunn Gísladóttir skrifar
Áttatíu og fimm einstaklingar sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í mars, til samanburðar sóttu 48 einstaklingar um vernd í sama mánuði á síðasta ári.
Áttatíu og fimm einstaklingar sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í mars, til samanburðar sóttu 48 einstaklingar um vernd í sama mánuði á síðasta ári. Vísir/Stefán
Áttatíu og fimm einstaklingar sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í mars, til samanburðar sóttu 48 einstaklingar um vernd í sama mánuði á síðasta ári. Fjöldi umsókna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var samanlagt 223 eða rúmlega 60 prósent meiri en á sama tíma á síðasta ári að því er fram kemur í frétt á vef Útlendingastofnunar.

Það sem af er aprílmánuði hafa um 40 einstaklingar sótt um vernd og er heildarfjöldi umsókna á fyrstu 15 vikum ársins því kominn yfir 260. Áframhaldandi fjölgun umsókna það sem af er ári, samanborið við árið 2016, bendir til þess að heildarfjöldi umsókna um alþjóðlega vernd verði meiri í ár en í fyrra.

Umsækjendur í mars voru flestir frá Albaníu og Makedóníu, 54 prósent umsækjenda komu frá ríkjum Balkanskagans og voru 76 prósent umsækjenda karlkyns.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Sjötíu hælisleitendur sendir úr landi með vasapening

Hælisleitendur sem samþykkja sjálfir brottflutning frá Íslandi fá 23.000 krónur í vasapening þegar þeir eru sendir burt frá landinu. Útlendingastofnun nálgast að vera búin að fullnýta samning um brottflutning á fyrstu mánuðum ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×