Erlent

Vill laga Parísarsáttmálann til

Samúel Karl Ólason skrifar
Rick Perry.
Rick Perry. Vísir/EPA
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin eigi ekki að segja sig frá Parísarsáttmálanum. Þess í stað eigi að semja um hann aftur, því sum Evrópuríki séu ekki að gera nóg til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, taki ákvörðun um aðild ríkisins að sáttmálanum í næsta mánuði.

194 ríki hafa skrifað undir sáttmálann.

„Ég ætla ekki að segja forseta Bandaríkjanna; „Göngum frá Parísarsáttmálanum“,“ sagði Perry á ráðstefnu í New York í dag.

„Það sem ég ætla að segja er, að ég held að við þurfum að semja um hann aftur.“

Samkvæmt AFP fréttaveitunni fór Perry ekki nánar út í hvernig hann teldi að semja ætti aftur um Parísarsáttmálann. Hann sagði samt að Bandaríkin og Kína væru að hafa mikil áhrif og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hins vegar efaðist um aðgerðir Frakka og Þjóðverja.

Hann sagði Þjóðverja hafa tekið þá ákvörðun að hætta að notast við kjarnorku og nota eingöngu endurnýjanlegar orkulindir. Hins vegar hefðu útblástur þeirra aukist þar sem þeir væru farnir að brenna meira af kolum.

„Það sem ég vildi sagt hafa. ekki skrifa undir sáttmála og búast við því að við virðum hann ef þið ætlið ekki að taka þátt og standa við hann.“


Tengdar fréttir

Vilja binda enda á losun gróðurhúsaloftegunda fyrir árið 2045

Sænska ríkisstjórnin hefur skrifað undir laga frumvarp sem miðar að því að binda enda að öllu leyti á losun gróðurhúsaloftegunda fyrir árið 2045. Sænska ríkisstjórnin sendir þar með út ákall til allra landa, þar á meðal Bandaríkjanna, að leggjast í samskonar úrbætur og uppfylla þar með Parísarsáttmálann.

Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum

John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×