Enski boltinn

David Moyes kærður fyrir að hóta að slá íþróttafréttakonu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David Moyes er í vondum málum.
David Moyes er í vondum málum. vísir/getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir hótun sína í garð íþróttafréttakonunnar Vicki Sparks sem starfar fyrir BBC.

Eftir markalaust jafntefli Sunderland og Burnley í síðasta mánuði spurði Sparks Moyes hvort hann fyndi fyrir meiri pressu vegna þess að Ellis Short, stjórnarmaður Sunderland, væri í stúkunni að horfa á leikinn.

Moyes var langt frá því að vera ánægður með þessa spurningu og eftir að viðtalinu lauk hellti hann sér yfir Sparks.

„Ég myndi passa mig. Þú gætir verið slegin, jafnvel þótt þú sért kona. Passaðu þig næst þegar þú kemur,“ sagði Moyes en hótunin náðist á myndband.

Skotinn baðst afsökunar á ummælunum en það dugði ekki til. Hann hefur verið kærður og hefur þar til síðdegis þriðja maí til að svara ákærunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×