Enski boltinn

Húsleit og handtökur hjá Newcastle og West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lee Charnley, framkvæmdastjóri Newcastle, er einn hinna handteknu. Hann er hér með Rafa Benitez, knattspyrnustjóra félagsins.
Lee Charnley, framkvæmdastjóri Newcastle, er einn hinna handteknu. Hann er hér með Rafa Benitez, knattspyrnustjóra félagsins. vísir/getty
Skattayfirvöld á Englandi gerðu í morgun húsleit á skrifstofum West Ham og Newcastle. Nokkrir menn hafa verið handteknir.

Þetta var risastór aðgerð sem 180 manns tóku þátt í. Ekki er ráðist í slíka aðgerð nema fyrir liggi rökstuddur grunur um skattsvik.

Fjöldi skjala var gerður upptækur í leitinni sem og tölvur og símar. Einn af hinum handteknu er framkvæmdastjóri Newcastle, Lee Charnley.

Þessi aðgerð teygði anga sína alla leið til Frakklands þar sem einnig voru gerðar húsleitir.

Takmarkaðar upplýsingar er að fá af þessum risaaðgerðum enn sem komið er en málið ætti að skýrast enn betur eftir því sem líður á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×