Erlent

Japanskur ráðherra segir af sér eftir flóðbylgjuummæli

Atli Ísleifsson skrifar
Masahiro Imamura sagðist iðrast ummælanna.
Masahiro Imamura sagðist iðrast ummælanna. Vísir/AFP
Japanskur ráðherra hefur sagt af sér embætti eftir að hafa látið ummæli falla sem vakið hafa sterk viðbrögð í landinu.

Masahiro Imamura, ráðherrann sem fer með málefni enduruppbyggingar í kjölfar hamfara, sagði í gær að „það hafi verið gott“ að flóðbylgjan sem skall á landið árið 2011 hafi herjað á héraðið Tohoku í norðausturhluta landsins í stað svæðisins í hringum höfuðborgina Tókýó.

„Ef þetta hefði verið nærri höfuðborgarsvæðinu hefði tjónið orðið gríðarlegt,“ sagði Imamura.

Mikill skjálfti varð undan ströndum Japan í mars 2011 sem varð til þess að mikil flóðbylgja skall á landið. Rúmlega 18.500 manns létu lífið eða hurfu sporlaust, auk þess að mikilar skemmdir urðu á kjarnorkuverinu Fukushina.

Bæði Imamura og forsætisráðherrann Shinzo Abe hafa beðið íbúa hamfarasvæðanna afsökunar á ummælum ráðherrans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×