Viðskipti innlent

Bein út­sending: Árs­fundur Lands­virkjunar 2017

Tinni Sveinsson skrifar
Þarf framtíðin orku? er yfirskrift ársfundar Landsvirkjunar 2017.
Þarf framtíðin orku? er yfirskrift ársfundar Landsvirkjunar 2017. Landsvirkjun
Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn hefst klukkan 14 og er hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.

„Landsvirkjun hvetur til opinnar umræðu um orkumál og þau tækifæri og áskoranir sem eru framundan. Hvernig er rekstur og fjárhagur fyrirtækisins að þróast? Hvað er að gerast á orkumörkuðum heimsins? Hvaða áhrif hefur það á Íslandi? Hver er orkuþörf framtíðar og hvernig mætum við henni?“ segir í kynningartexta fyrir fundinn.

Gerður Björk Kjærnested er fundarstjóri. Hægt er að senda inn spurningar og fylgjast með umræðum um fundinn á Twitter undir merkinu #lvarsfundur.

Dagskrá fundarins:

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra flytur ávarp

Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður flytur ávarp

Hörður Arnarsson forstjóri flytur erindið Þarf framtíðin orku?

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri flytur erindið Þarf framtíðin orku?

Inga Lind Karlsdóttir stjórnar umræðum að erindum loknum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×