Íslenski boltinn

Katrín: Geggjað að vera komin heim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir spilar sitt fyrsta tímabil í Pepsi-deild kvenna í langan tíma í sumar. Liði hennar, KR, var spáð sjötta sætinu í spá forráðamanna og fyrirliða deildarinnar.

„Það er góð spurning. Ég held að við stefnum á að vinna hvern leik, rétt eins og öll lið gera. Spáin er eðlileg, enda yrði okkur sennilega aldrei spáð fyrsta sæti eða falli,“ sagði Katrín.

KR-ingar hafa bætt við sig öflugum leikmönnum í vetur en auk Katrínar spila þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir með liðinu í sumar.

„Við erum ekki að hugsa um neitt sérstakt sæti fyrir okkur. Við höfum frekar sett okkur frammistöðumarkmið og ef þau ganga upp þá mun okkur ganga vel. Við einbeitum okkur að því.“

Katrín hefur verið í atvinnumennsku síðustu ár og segist hæstánægð með að vera komin heim til Íslands.

„Það er geggjað. Ég trúi varla að ég sé búin að vera úti í átta ár. Að vera komin heim og geta verið með fjölskyldunni og litlum frændsystkinum, það er frábært rétt eins og að vera komin aftur í KR.“

Pepsi-deild kvenna hefst fimmtudaginn 27. apríl en Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingar í hverri umferð og gerir upp alla leiki í Pepsimörkum kvenna, sem Helena Ólafsdóttir stýrir. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá í beinni útsendingu föstudaginn 29. apríl klukkan 21.30.


Tengdar fréttir

Valskonum spáð titlinum

Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×