Innlent

Þórhildur og Edda ræða breytt landslag franskra stjórnmála

Edda Andrésdóttir og Þóhildur Þorkelsdóttir ræða frönsku forsetakosningarnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Edda Andrésdóttir og Þóhildur Þorkelsdóttir ræða frönsku forsetakosningarnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. VÍSIR
Meiriháttar breytingar á pólitísku landslagi Frakklands munu eiga sér stað á sunnudaginn sjöunda maí þegar franska þjóðin gengur til kosninga í seinni umferð forsetakosninganna þar. Frakkar velja á milli harðlínukonunnar Marine Le Pen og hins frjálslynda Emmanuel Marcon.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðuna eins og hún blasir við í Frakklandi þar sem Marcon mælist með meira fylgi en keppinautur sinn í öllum könnunum sem gerðar hafa verið í vikunni.

Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona, var í Frakklandi og flutti fréttir af fyrri umferð kosninganna. Hún heldur brátt aftur til Frakklands til að greina frá niðurstöðum þessara sögulegu kosninga.

Þórhildur fer yfir hið breytta landslag franskra stjórnmála með Eddu Andrésdóttur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 18:30 og í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×