Erlent

Gagnrýna Tyrki fyrir árásir á Kúrda

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi árásanna í gær.
Frá vettvangi árásanna í gær. Vísir/AFP
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Tyrki fyrir árásir á Kúrda í Sýrlandi og Írak. Þeir eru bandamenn Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Tyrkir gerðu í dag árásir gegn Kúrdum í Írak annan daginn í röð og einnig hafa verið gerðar árásir gegn Kúrdum í Sýrlandi í norðausturhluta landsins.

Bandaríkin segja að einungis klukkustundarfyrirvari hafi verið gefinn fyrir árásunum í dag.

„Það er ekki nægilega langur tími og þetta var tilkynning en ekki samstarf eins og maður ætti að geta ætlast við af bandamönnum sínum“ sagði John Dorrian, talsmaður bandalagsins gegn ISIS við blaðamenn í dag.

Hann sagði einnig að Kúrdar hefðu fórnað miklu í baráttunni gegn ISIS og árásir sem þessar stofna henni í hættu.

Einnig hafa borist fregnir af því árásum yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands og að jafnvel hafi komið til átaka á milli Tyrkja og Kúrda. Talsmaður sýrlenskra Kúrda segir Tyrki hafa beitt stórskotaliði sínu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×