Fótbolti

Eintóm jafntefli hjá Íslendingaliðunum í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Smárason lék allan leikinn fyrir Hammarby.
Arnór Smárason lék allan leikinn fyrir Hammarby. vísir/getty
Hammarby missti af tækifærinu til að fara upp í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við IFK Göteborg í kvöld.

Hammarby komst yfir með sjálfsmarki á 42. mínútu en Mikael Boman jafnaði metin í uppbótartíma og tryggði Göteborg stig.

Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason léku allan leikinn fyrir Hammarby sem er í 8. sæti deildarinnar.

Elías Már Ómarsson sat allan tímann á varamannabekk Göteborg sem er í 6. sætinu.

Nafnarnir Kristinn Steindórsson og Kristinn Freyr Sigurðsson léku báðir allan leikinn fyrir Sundsvall sem gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg á heimavelli.

Sundsvall vann Eskilstuna í 1. umferðinni en hefur núna leikið fjóra leiki í röð án þess að vinna. Liðið er í 11. sæti deildarinnar.

Hjörtur Logi Valgarðsson sat allan tímann á varamannabekk Örebro sem gerði markalaust jafntefli við Häcken á heimavelli. Örebro er í 3. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×