Innlent

Fólk með sérþarfir veiti liðveislu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fólk með sérþarfir getur veitt börnum liðveislu ef þeir uppfylla skilyrði starfsins.
Fólk með sérþarfir getur veitt börnum liðveislu ef þeir uppfylla skilyrði starfsins. NordicPhotos/Getty
Fólk með sérþarfir getur veitt börnum með sérþarfir félagslega liðveislu. Þetta segir Þór Þórarinsson hjá velferðarráðuneytinu.

„Þetta er í anda þess sem við erum að hugsa, ef viðkomandi fullnægir þeim skilyrðum sem starfið gerir náttúrulega. Ég sé engar sérstakar hindranir á því að öðru leyti,“ segir Þór.

Ung kona með Asperger-heilkenni spurði nýverið að þessu í hópnum Góða systir á Facebook. Hún sagði að þar sem hún væri orðin eldri, reyndari og sjálfstæðari, vildi hún fara að gefa af sér til barna sem væru eins og hún.

„Við erum alltaf að tala um jafningjastuðning, að vinna með þær hugmyndir og kosti þess að fá aðstoð með þeim hætti, þetta gæti alveg fallið að því. En forsendan væri sú að sveitarfélagið væri inn á því að viðkomandi fullnægði skilyrðum,“ segir Þór.

„Þarna er fólk sem býður fram krafta sína og ef það fullnægir að öðru leyti skilyrðum þá gildir um það eins og annað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×