Innlent

Óráð að ríkið taki þátt í lagningu sæstrengs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt Jóhannesson
Benedikt Jóhannesson
Ekki yrði vænlegt eða æskilegt að íslensk stjórnvöld kæmu að uppbyggingu rafstrengs til Bretlands með beinum hætti, að mati Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

„Ljóst er að áður en til slíks kæmi þarf að ljúka umræðu um það hér á landi hvort við teljum æskilegt að flytja orku út með þeim hætti. Auðvitað flytjum við út orku nú þegar í álstöngum og fleiri afurðum, þannig að hér yrði ekki um grundvallarbreytingu að ræða þó að formið væri með öðrum hætti,“ sagði ráðherrann í ræðu á ársfundi Landsvirkjunar í gær.

Benedikt sagði að á Íslandi hefðu menn oft einblínt á að skapa störf en ekki horft nægilega á arðsemi þeirrar starfsemi sem hingað hefur verið flutt, til dæmis fyrir Landsvirkjun. „Umræða um þetta mál er alls ekki orðin nægilega þroskuð til þess að hægt sé að ganga frá samningum um slíkan streng.“

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur sagt að sæstrengur gæti mögulega orðið áhugaverður kostur fyrir fyrirtækið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×