Lífið

Khloe Kardashian lögsótt fyrir að birta mynd af sjálfri sér á Instagram

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Khloe Kardashian
Khloe Kardashian Vísir/Getty
Breska ljósmyndaveitan Xposure Photos hefur lögsótt raunveruleikastjörnuna Khloe Kardashian fyrir að nota mynd þeirra í leyfisleysi. Myndin er af Khloe sjálfri. Xposure fer fram á 25 þúsund dali í skaðabætur, eða sem nemur 2,7 millljónum íslenskra króna.

Myndina birti Khloe á Instagram þann 14. september 2016 og fjarlægði vatnsmerki sem sýndi höfundarréttarhafa myndarinnar. Myndin var tekin af henni í Miami í Flórída þar sem hún labbaði inn á veitingahús.

Samkvæmt The Hollywood Reporter hafði breska fréttasíðan The Daily Mail keypt réttinn af myndunum til birtingar. 

Í tilkynningu frá Xposure Photos segir að fyrirtækið hefði getað grætt á myndunum ef Khloe hefði ekki deilt þeim sjálf.

„Færsla Kardashian á Instagram gerði myndina aðgengilega 67 milljónum fylgjenda hennar og öðrum sem lesa dægurmálafréttir sem annars hefðu getað séð þær á veitum sem hefðu borgað fyrir birtingu þeirra,“ segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×