Innlent

700 manns nýta sér heimsóknarvini Rauða krossins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Um 700 manns hér á landi nýta sér þjónustu Rauða kross Íslands í formi heimsóknarvina. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir þörf fyrir þjónustuna vera til staðar, meðal annars vegna félagslegrar einangrunar.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Agnesi Þóru Kristþórsdóttur, en hún óskaði eftir vinum á samfélagsmiðlum þar sem hún var farinn að finna fyrir félagslegri einangrun eftir flutninga af landsbyggðinni til Reykjavíkur.

Rauði kross Íslands hefur um árabil boðið upp á þjónustu þar sem sjálfboðaliðar eða heimsóknarvinir heimsækja aðra sem hafa þurft að rjúfa félagslega einangrun.

„Það eru um 700 einstaklingar sem fá aðstoð eða heimsóknir, en inni í þeirri tölu eru mjög margir sem eru á stofnunum þannig að það eru kannski um 250 sem fá maður á mann heimsóknir,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við fréttastofu.

Sumir sjálfboðaliðanna hafa hund sem fer með í heimsóknir og fyrir einu og hálfu ári hófst vinskapur Þóru, sem hefur mikinn áhuga á hundum og Maríu, sem átti hundinn Krumma. Því miður féll Krummi frá en vinskapur Þóru og Maríu heldur áfram.

Rætt var við þær stöllur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá viðtalið hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Óskaði eftir vinkonu á Facebook

Félagsleg einangrun er algengari en marga grunar. 27 ára gömul kona segir erfitt að eignast vini á fullorðinsárum og ákvað að nota nýjar leiðir til að komast í kynni við fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×