Innlent

Sálfræðiþjónusta inn í háskólana

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður.
Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður. vísir/stefán
Fimmtán þingmenn úr öllum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um sálfræðiþjónustu í opinberum háskólum.

Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar og sá yngsti til að taka sæti á þingi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Tillagan gengur út á að Alþingi álykti að fela mennta- og menningarmálaráðherra að sjá til þess að frá og með næsta skólaári verði aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir nemendur opinberra háskóla aukið. Þá skuli ráðherra einnig leita leiða til að efla slíka þjónustu í öðrum háskólum.

Í greinargerð með tillögunni segir að fyrir 12.428 nemendur HÍ sé hálft stöðugildi sálfræðings innan veggja skólans. Ekkert stöðugildi sé innan veggja annarra opinberra háskóla. Til samanburðar séu að meðaltali 1.653 nemendur á hvern skólasálfræðing í Bandaríkjunum. 


Tengdar fréttir

Yngsti þingmaður sögunnar tekur sæti á Alþingi

Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og verður Bjarni þar með yngsti þingmaður sögunnar til að setjast á þing en Alþingi kemur saman eftir páskahlé klukkan 15 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×