Enski boltinn

Eriksen hélt titilvonum Tottenham á lífi og Arsenal vann á sjálfsmarki | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Christian Eriksen þrumar að marki.
Christian Eriksen þrumar að marki. vísir/getty
Tottenham er enn á lífi í titilbaráttunni við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en Christian Eriksen kom liðinu til bjargar á móti ólseigum lærisveinum Stóra Sam Allardyce í Crystal Palace í gærkvöldi.

Daninn skoraði fallegt mark með skoti af 25 metra færi á 78. mínútu en Palace-liðið er búið að vera að fella risa í aprílmánuði. Tottenham er áfram fjórum stigum á eftir Chelsea en bæði lið eiga fimm leiki eftir.

Arsenal getur enn náð Meistaradeildarsæti en útlitið var ekki gott í gærkvöldi fyrr en Skytturnar fengu smá hjálp frá Leicester-mönnum fjórum mínútum fyrir leikslok.

Nacho Monreal átti þá skot sem fór í Robert Huth og í netið en um sjálfsmark var að ræða. Þetta var eina mark leiksins og er Arsenaln ú fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti þgear liðin í 4.-6. sæti eiga öll sex leiki eftir.

Middlesbrough vann svo Sunderland, 1-0, með marki Maarten De Roon en þarna mættust tvö neðstu liðin. Þrátt fyrir sigurinn er Boro enn fjórum stigum frá öruggu sæti og á bara fjóra leiki eftir.

Mörkin þrjú sem skoruð voru í gær má sjá hér að neðan.

Eriksen tryggir Tottenham sigur með fallegu mark
Óheppinn Huth hjálpar Arsenal
1-0 sigur Boro í fallslag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×