Enski boltinn

Manchester United borgar ríflega milljarð fyrir hvert stig í deildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester United er með dýrasta fótboltamann sögunnar innan sinna raða.
Manchester United er með dýrasta fótboltamann sögunnar innan sinna raða. vísir/getty
Manchester United borgar 7,9 milljónir punda eða 1,08 milljarð króna fyrir hvert stig sem það hefur unnið í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Þetta kemur fram í úttekt Sky Sports þar sem kostnaður leikmannahópa liðanna í deildinni er tekinn saman og stigafjölda þeirra deilt í heildartöluna.

Manchester United er með dýrasta hópinn en hann kostaði 497 milljónir punda. City-hópurinn er næst dýrastur en hann kostaði 496 milljónir punda og leikmannahópur Chelsea kostaði 343 milljónir punda.

Lærisveinar José Mourinho eru búnir að innbyrða 63 stig á tímabilinu en sem fyrr segir kostaði hvert stig ríflega milljarð króna. Stigin 64 sem City hefur nælt sér í kosta einnig yfir milljarð en þessi tvö félög bera af í kostnaði.

Arsenal borgar 5,1 milljón punda fyrir hvert stig í ensku úrvalsdeildinni en þau eru 60 talsins. Leikmannahópur Arsene Wengers er fá fjórði dýrasti í deildinni en hann kostaði 306 milljónir punda.

West Bromwich Albion borgar minnst fyrir hvert stig en liðið er búið að safna sér 44 stigum í deildinni í vetur. Leikmannahópur WBA kostaði 67 milljónir punda og er Tony Pulis því aðeins að borga 1,5 milljónir punda á hvert stig.

Úttekt Sky Sports má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×