Erlent

Morðalda gengur yfir Baltimore

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarstjórinn Catherine Pugh.
Borgarstjórinn Catherine Pugh. Vísir/AFP
Borgarstjórinn í bandarísku borginni Baltimore hefur biðlað til alríkislögreglunnar um aðstoð en morðalda gengur nú yfir borgina.

Frá áramótum hafa um hundrað manns verið myrtir í borginni og hefur fjöldinn ekki verið svo hár fyrir lok aprílmánaðar í næstum tvo áratugi.

Borgarstjórinn Catherine Pugh sagði á blaðamannafundi í gær að ástandið sé orðið stjórnlaust. Sagði hún að allt of mörg skotvopn væru í umferð og vonast hún til að alríkislögreglan geti hjálpað í baráttunni við glæpi í borginni.

Pugh óttast að ástandið eigi enn eftir að versna því yfirleitt eykst morðtíðnin með hækkandi sól og nær hámarki yfir sumartímann.

Rúmlega 2,8 milljónir manna búa í Baltimore í Maryland og þar um kring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×