Erlent

Mikil sprenging á flugvellinum í Damaskus

Atli Ísleifsson skrifar
Flugvöllurinn er í um 25 kílómetra fjarlægð frá sjálfri borginni.
Flugvöllurinn er í um 25 kílómetra fjarlægð frá sjálfri borginni. Vísir/AFP
Mikil sprenging skók flugvöllinn í Damaskus í Sýrlandi í morgun og heyrðist hvellurinn um alla borg.

Þetta segir talsmaður mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights, en flugvöllurinn er í um 25 kílómetra fjarlægð frá sjálfri borginni.

Mikill eldur er sagður hafa blossað upp í kjölfar sprengingarinnar en óljóst er um manntjón eða ástæðu sprengingarinnar.

Al Jazeera fréttastofan segir þó að óstaðfestar fregnir hermi að þarna hafi Ísraelar verið að verki og að skotmarkið hafi verið vopnabúr Hezbollah-samtakanna, sem styðja Bashar Al-Assad Sýrlandsforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×