Innlent

Færð gæti spillst eftir hádegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm
Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að suðvestan-og vestanlands mun kólna skart næstu klukkustundirnar og gæti færð því spillst á heiðum.

Þannig mun snjóa nokkuð á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, sérstaklega á milli klukkan 12 og 15 að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Þá mun einnig snjóa á Vatnaleið, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×