Körfubolti

Kostaði rúmar tíu milljónir að öskra á dómarann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leslie Alexander, eigandi Houston Rockets.
Leslie Alexander, eigandi Houston Rockets. vísir/getty
Forráðamenn NBA-deildarinnar höfðu nákvæmlega engan húmor fyrir því að Leslie Alexander, eigandi Houston Rockets, væri að láta dómara heyra það.

Alexander reif sig upp úr sæti sínu í síðasta leik Rockets og Oklahoma til þess að öskra framan í Bill Kennedy dómara. Atvikið átti sér stað undir lok fyrsta leikhluta.

Rockets-goðsögnin Hakeem Olajuwon reyndi að grípa í Alexander en ekki einu sinni sjálfur Draumurinn náði að stöðva eigandann sem var með einbeittan brotavilja.

Eigandinn er ekki nú ekki þekktur fyrir mikinn skapofsa og því vakti atvikið enn meiri athygli en ella.

NBA-deildin sektaði Alexander um tæpar 11 milljónir króna fyrir öskrin.

Hans lið er aftur á móti komið áfram í úrslitakeppninni og eigandinn verður því á tánum næstu misserin.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×