Erlent

Rússneskt herskip sökk í Svartahafi

Atli Ísleifsson skrifar
Gömul mynd af skipinu Liman.
Gömul mynd af skipinu Liman. Vísir/EPA
Rússneska herskipið Liman sökk í Svartahafi eftir árekstur við flutningaskip um 40 kílómetrum norðvestur af Bosporussundi fyrr í dag. Talsmaður tyrkneskra yfirvalda segir að tekist hafi að bjarga öllum um borð.

Liman er skip í Svartahafsflota rússneska hersins. Ekki er ljóst hvað olli árekstrinum en svartaþoka var á svæðinu þegar áreksturinn varð.

Í frétt NRK kemur fram að verið var að flytja dýr í hinu skipinu, Ashot-7.

Í febrúar var skipið sent til Svartahafs til að fylgjast með Sea Shield, heræfingu NATO-ríkja í Svartahafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×